Már Gunnarsson og Laddi sendu frá sér nýtt jólalag fyrir nokkru sem komið er í spilun á FM Trölla.

Lagið heitir Mér finnst ég bara eiga það skilið og fjallar um að þó lífið sé stundum erfitt þá megi alltaf líta á björtu hliðarnar og gera sér glaðan dag.

Við eigum öll skilið að komast í hátíðarskap um jólin. Hvað er betra en að lyfta sér upp og splæsa í smá fínheit?

Flytjendur eru Már og Laddi.

Höfundur lags er Már Gunnarsson, höfundur texta Tómas Eyjólfsson.

Upptökur á hljóðfæraleik og söng auk hljóðblöndunar fór fram á Íslandi auk þess sem strengjasveit í Royal Northern College of Music í Manchester tók þátt í verkefninu. Mastering fór fram í Póllandi og hönnun myndar á umslagi í Noregi.