Laugardagskvöldið 26. nóvember sáu íbúar sem búa sunnarlega í Noregi afar fallega norðurljósasýningu. Reyndar sáust norðurljósin einnig yfir Danmörku og suður Svíþjóð en það þykir frekar sjaldgæft.

Í Stuttu samtali við Sævar Helga Bragason sem heldur úti vefsíðunni stjornufraedi.is, fræddi hann fréttaritara um það hvað er að gerast og hvers vegna norðurljósin sjást svo sunnarlega sem raun bar vitni.

Hann fékk einfaldlega spurninguna: Hvers vegna sjást norðurljósin svona sunnarlega?

“Svarið er að þegar sólin sendir frá sér hraðfleygan sólvind, þá stækkar norðurljósabeltið og færist líka sunnar á hnöttinn. Þá sjást norðurljós frá suðlægum slóðum í Evrópu. Í október var krafturinn í einum sólstorminum slíkur að norðurljós prýddu himinninn yfir Ítalíu og sáust við Miðjarðarhaf. Það gerist sem sagt þegar sólin sendir frá sér öflugan sólvind, jafnan eftir sólblossa og það sem heita kórónuskvettur. Þær eiga rætur að rekja til virkra svæða á sólinni sem kallast sólblettir. Þetta er eitthvað sem má búast við á næstu mánuðum því sólin er að nálgast hámarkið á 11 ára sólblettasveiflunni. Fleiri sprengingar og fleiri norðurljósasýningar

Myndir/Páll Sigurður Björnsson