Marensrúlla með ástaraldin:
- 4 stórar eggjahvítur
- 3 dl sykur
- hjartarsalt á hnífsoddi
- 1 ½ bolli Rice krispies
Þeytið eggjahvítur, sykur og hjartarsalt saman í drjúga stund. Hrærið Rice krispies varlega saman við með sleif.
Setjið á bökunarplötu sem hefur verið klædd með bökunarpappír og látið deigið mynda eins stóran ferhyrning og platan ber. Bakið við 135° (ekki blástur) í 50 mínútur.
Takið úr ofninum og látið kólna.

- ½ lítri rjómi
- 5 ástaraldin

Takið marensinn af smjörpappírnum og snúið á hvolf. Smyrjið rjómanum yfir og innihaldinu úr ástaraldinum er dreift yfir rjómann.
Marensinum er rúllað upp frá langhliðinni. Fallegt að skreyta rúlluna með ástaraldin eða jafnvel jarða- eða hindberjum.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit