Í gær, mánudaginn 10. janúar átti Margrét Franklínsdóttir á Siglufirði 100 ára afmæli.
Hún fæddist 10. janúar 1922 í Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu og var 12. í röð 13. alsystkina.
Margrét hefur verið á sjúkrahúsinu á Siglufirði í rúm tvö ár, er farin að sjá illa en er afar minnug og fylgist vel með því sem er að gerast í þjóðlífinu.
Hún er sjöundi íbúi Siglufjarðar sem nær hundrað ára aldri.
Á sjúkrahúsinu á Siglufirði er einnig systir hennar, Nanna, 105 ára síðan í maí í fyrra. Þær Margrét og Nanna eru elstu núlifandi systur landsins og eru samanlagt 205 ára gamlar.
Nanna Franklín 105 ára í dag
Mynd/Sigurður Ægisson