Garðlönd sveitarfélagsins á Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsósi (Grafargerði) verða til reiðu á næstu dögum, á sömu staðsetningum og síðast.
Nú þegar hefur garðlandið á Nöfum verið unnið og er tilbúið til beðagerðar.
Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér pláss í garðlandi á vegum Skagafjarðar sendi póst á kari@skagafjordur.is eða hringi í síma 6593970.