Laugardaginn 20. október s.l. var svokallað “Happy Halloween” á Hvammstanga
Börnin gengu í hús og buðu “Grikk eða gott”. Að því loknu var hrekkjavökupartý í félagsmiðstöðinni Oríon þar sem matur var á borðum, búningakeppni og fleira skemmtilegt.
Það voru Ásdís Magnúsdóttir og nokkrar vinkonur hennar sem byrjuðu með “Happy Halloween” á Hvammstanga árið 2013 þegar þær voru í 4. bekk, og hefur þessi viðburður verið árlega æ síðan.
Sá háttur er hafður á, að þeir íbúar sem eru tilbúnir til að fá krakkana til sín, eru beðnir að setja lukt eða ljós og/eða skreytingu við hús sín, til að sýna börnunum að þau séu velkomin. Foreldrarnir hjálpa líka til með veitingarnar í partýinu.
Sigurvegarar í búningakeppninni þetta árið voru þau Aldís Antonía, Bragi Hólmar og Bríet Anja.

Sigurvegararnir í búningakeppni: Aldís Antonía, Bragi Hólmar og Bríet Anja / Mynd: Magnús Eðvaldsson

Bragi Hólmar / Mynd: Magnús Eðvaldsson
Hér fyrir neðan koma myndir sem Ingibjörg Rebekka Helgadóttir tók af krökkunum.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.