Memfismafían hefur sent frá sér nýtt lag eftir allnokkurt hlé. Lagið nefnist Hring eftir hring eftir hring og fjallar um mikilvægi þess að fara sér að engu óðslega í lífinu og tilverunni.
Lagið er í spilun á FM Trölla.
Þeir Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Kristinn Jónsson og Bragi Valdimar Skúlason eru sem fyrr í forsvari fyrir mafíuna, en þeim til halds og trausts að þessu sinni eru þeir Helgi Svavar Helgason á trommur og slagverk og Þorsteinn Einarsson á gítar.
Lagið var í grunninn hljóðritað í Bakaríinu á Flateyri og unnið áfram í Hljóðrita og Skammakróknum í Hafnarfirði.
- Flytjandi:: Memfismafían
- Heiti lags:: Hring eftir hring eftir hring
- Útgefandi:: Stjörnusambandsstöðin / Alda Music
- Höfundur lags og texta:: Bragi Valdimar Skúlason
Myndlistarmaðurinn Páll Ivan frá Eiðum á heiðurinn af viðeigandi verki sem prýðir lagið.