Menntaskólinn á Tröllaskaga var settur í níunda sinn í morgun.

Í fyrsta sinn fór setningin fram í eigin húsnæði skólans Hrafnavogum. Salurinn var vígður og tekinn í notkun skömmu eftir skólasetningu í fyrra. Hann hefur mjög fjölbreytt notagildi og er mikið nýttur til náms og kennslu auk þess að vera matsalur og samkomusalur.

Lára Stefánsdóttir, skólameistari setti skólann og hvatti nemendur til að læra það sem þeir hefðu áhuga á og vonandi hefðu þeir ánægju af náminu og skólavistinni.

 

Mynd: Gísli Kristinsson
Frétt: MTR