Erla Marý íþróttafræðingur með kennsluréttindi

Erla Marý Sigurpálsdóttir er frá Ólafsfirði. 

Hún útskrifaðist af íþróttabraut MTR í maí 2017, skráði sig svo í íþrótta- og heilsufræði með kennsluréttindum í Háskóla Íslands og er nú útskrifuð með meistaragráðu úr því námi. 

Í dag starfar Erla Marý sem íþrótta og sundkennari við Réttarholtsskóla í Reykjavík auk þess að þjálfa fimleika, parkour og sjá um leikfimi fyrir eldri borgara hjá íþróttafélaginu Ármanni. 

Á vef MTR var Erla Marý spurð út í námið í MTR og má þar lesa mun meira, en hér er brot af því sem hún segir þar:

“Mér fannst námið í MTR nýtast mér mjög vel þar sem fyrsta árið í háskóla var eins og ákveðin upprifjun á því sem ég var nú þegar búin að læra í MTR. Í háskólanáminu var farið aðeins dýpra í þættina en mjög hentugt að þurfa aðeins að leggja áherslu á dýpri þættina frekar en að læra allt frá grunni á staðnum. Þar sem námið í MTR var svo tengt því sem ég lærði í háskólanum fann ég ekki fyrir þessu mikla stökki við að fara úr menntaskóla í háskóla, eins og oft er talað um”.

Sjá nánar á mtr.is