Í gær 10 apríl birtist skemmtileg myndband á N4, þar sem rætt er við feðga sem búa á Molastöðum í Fljótum.

Íbúar í einni snjóþyngstu byggð landsins, Fljótum í Skagafirði, telja veturinn hafa verið þann snjóþyngsta síðan 1995. Aðeins er hægt að ferðast þar um á snjósleðum, traktorum, skíðum, vel útbúnum jeppum eða snjóruðningstækjum. 

Halldór Gunnar Hálfdansson er skólabílstjóri og segir hann ófærðina hafa verið slíka að börnin hafi ekki komist í skólann á Hofsósi, sem er í um 35 kílómetra fjarlægð, nema örsjaldan síðustu 6 vikurnar.  Heimakennsla er því það sem blífur og þá er vissara að nettengingar séu í lagi. 

Halldór býr ásamt eiginkonu sinni Maríu Númadóttur og átta börnum þeirra á  aldrinum 2ja – 22 ára á Molastöðum. Þó þröngt sé oft á þingi er allt kapp lagt á að láta sér ekki leiðast og finna sem flest verkefni, bæði úti og inni til að hafa nóg fyrir stafni. 

Viðtalið í heild má sjá hér: 


Mynd: Skjáskot út myndbandi