Uppskrift fyrir 2.

  • 2½ dl rjómi
  • 1 msk vanillusykur
  • ½ msk hunang
  • 40 g hvítt súkkulaði
  • 1 matarlímsblað
  • 2 ástaraldin

Látið matarlímið liggja í köldu vatni í a.m.k 5 mínútur. Setjið rjóma, vanillusykur, hunang og hvítt súkkulaði í pott og hitið við vægan hitta þar til suðan er næstum komin upp.

Takið pottinn þá af hitanum, takið matarlímsblaðið úr vatninu (kreistið mesta vatnið frá) og hrærið því út í pottinn.

Hellið pannacottanu í tvær skálar og látið standa í ísskáp í a.m.k 3 klst. Setjið ástaraldin yfir rétt áður en pannacottað er borið fram.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit