Miðvikudaginn 13. janúar 2021 voru niðurstöður sveinsprófs í húsasmíði við Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, sem haldið var nýlega, kynntar.
Metfjöldi nemenda þreytti prófið eða 24 nemendur. Þeir gerðu sér lítið fyrir og stóðust allir verklega prófið.
Aldrei hafa jafn margir þreytt sveinspróf á sama tíma í sögu skólans. Þessi frábæri árangur er góður vitnisburður um þá starfsemi sem fram fer í verknámsdeildum skólans.
Skólinn óskar nemendur og kennurum þeirra innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Skoða á vef Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra