Botn:

  • 100 g smjör
  • 100 g suðusúkkulaði
  • 100 g karamellufyllt súkkulaði, t.d. Rolo, Galaxy, karamellufyllt Pipp eða mars.
  • 4 msk síróp
  • 4-5 bollar Rice Krispies

Bræðið smjör, súkkulaði og síróp saman í rúmgóðum potti við vægan hita. Takið pottinn af hitanum og hrærið Rice Krispies saman við. Setjið blönduna í form og látið kólna í ískáp.

Bananarjómi:

  • 1 peli rjómi (2,5 dl)
  • 1 stór banani

Stappið bananann og þeytið rjómann. Blandið stöppuðum banananum varlega saman við rjómann og breiðið yfir botninn.

Karamellusósa:

  • 20-30 ljósar Nóa töggur (eða aðrar karamellur)
  • 1 dl rjómi

Bræðið töggurnar í rjómanum við vægan hita og hrærið þar til blandan er slétt. Kælið karamellusósuna áður en hún er sett yfir rjómann.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit