Þátturinn Tónlistin verður að vanda klukkan 15 í dag.

Myndin hér að ofan er ansi þokukennd en það verður sko ekki þokukennd tónlist spiluð í þættinum í dag.
Því er rétt að njóta myndarinnar með þættinum því hljóð og mynd fara vel saman í þessu tilfelli.

Í dag verður spilað nýtt efni eftir Ásgeir, GDRN og Snorra Helgason og auðvitað marga fleiri.
Måneskin verður líka með í þættinum og spila þar nýja lagið sitt MAMMAMIA sem var gefið út í fyrradag, föstudaginn 8. október.

Einnig verður spiluð notuð tónlist, eins og venjulega, enda er þetta þáttur sem spilar bæði nýja og notaða tónlist.

FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is