Botn
- 3 dl hveiti
- 100 gr smjör
- 2 msk vatn
Fylling
- 3 kjúklingabringur
- 1 laukur, hakkaður
- nokkrir niðurskornir sveppir
- 1 rauð paprika, skorin smátt
- 150 gr. rjómaostur
- 1/2 dós chunky salsa
- 3 dl rifinn ostur
Hitið ofninn í 225°. Blandið hráefninu í botninn saman þannig að það myndi deigklump, fletjið hann út og fyllið út í bökumót (ég nota oft bara venjulegt kökuform). Forbakið í ca 10 mínútur.
Bræðið smjör á pönnu og mýkið laukinn, sveppina og paprikuna við miðlungsháan hita. Á meðan passar vel að skera kjúklingabringurnar í lekkera bita. Þegar grænmetið er tilbúið er það tekið af pönnunni og kjúklingabitarnir steiktir upp úr smjöri. Bætið grænmetinu aftur á pönnuna ásamt rjómaostinum og salsasósunni og leyfið að malla saman um stund.
Setjið fyllinguna í forbakaðan botninn og stráið rifnum osti yfir. Bakið þar til osturinn er bráðnaður og kominn með fallegan lit.
Berið fram með góðu salati, nachos, sýrðum rjóma og guacamole.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit