Mexíkóskt lasagna með avókadó-salsa
- 1 msk hvítlauksolía (ég notaði ólívuolíu og hvítlauksrif)
- 1 laukur, skorinn smátt
- 1 rauð paprika, skorin smátt
- 2 græn chili, skorin smátt með fræjunum
- 1 tsk maldon salt eða ½ tsk borðsalt
- 2 msk fínhakkaðir stilkar af fersku kóriander
- 2 dósir hakkaðir niðursoðnir tómatar
- 1 msk tómatssósa
- 1 bakki nautahakk (ca 500 gr.)
Fylling
- 1 stór (430 gr) og 1 lítil (300 gr) dósir maís
- 2 ½ bolli rifinn cheddar
- 6-8 mjúkar tortilla kökur
Skerið lauk, papriku og chili smátt (fræin úr chiliunum eiga að vera með). Hitið hvítlauksolíu á pönnu og steikið grænmetið ásamt nautahakkinu. Saltið og steikið við vægan hita í 15 mínútur. Í lokin er söxuðum kórianderstilkum bætt á pönnuna. Bætið niðursoðnum tómötum og tómatsósu á pönnuna og látið suðuna koma upp. Sjóðið við vægan hita í ca 10 mínútur.
Hellið vökvanum frá maísbaununum og blandið þeim saman við rifinn cheddar ostinn (geymið smá af ostinum til að setja yfir réttinn).
Byrjið á að setja lasagnað saman með því að setja um þriðjung af kjötsósunni í botninn á eldföstu móti. Leggið 2 tortillakökur yfir þannig að þær hylji sósuna. Setjið næst þriðjung af fyllingunni yfir og fjórðung af því sem eftir er af kjötsósunni yfir fyllinguna. Leggið 2 tortillur yfir. Endurtakið með þriðjungi af fyllingunni og kjötsósu og öðru lagi af tortilla kökum. Endið á að setja restina af fyllingunni og kjötsósunni og að lokum rifinn cheddar ost yfir.
Bakið við 200° í ca 30 mínútur. Berið fram með avókadó-salsa, salati og nachos.
- Það er hægt að undirbúa þetta lasagna deginum áður. Þá er kjötsósan kæld áður en lasagnað er sett saman. Leggið plastfilmu yfir og geymið í ísskáp þar til það fer í ofninn. Bætið 5-10 mínútum við bökunartímann.
- Það er hægt að frysta óeldað lasagnað í allt að 3 mánuði. Setjið tvöfalt lag af plastfilmu yfir og lag af álpappír. Afþýðið yfir nóttu í ísskáp og bætið 5-10 mínútum við bökunartímann.
Avókadó-salsa
- 2 avókadó
- 1 skalottlaukur
- 3 msk hakkað grænt jalepenos úr krukku (hægt er að nota 1 grænt chili án fræja)
- salt
- 1 msk limesafi
- 1/4 bolli grófhakkað kóriander
Skerið avókadó í bita, hakkið lauk, jalepenos og grófhakkið kóriander. Setjið í skál ásamt salti og limesafa. Blandið öllu vel saman og smakkið til hvort þurfi meira salt áður en restinni af kóriander er bætt við. Setja allt nema kóriander í skál og láta töfrasprota mauka allt saman – fljótlegt og gott.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit