Í janúar komu Gærurnar sem halda úti nytjamarkaðinum á Hvammstanga færandi hendi með tvær gjafir handa félagsmiðstöðinni Órion.

Þær gáfu annars vegar uppþvottavél sem margir unglingar hafa beði lengi eftir og hins vegar flott fótboltaspil.

 Þetta eru veglegar gjafir sem unglingarnir í félagsmiðstöðinni og aðrir njóta vonandi góðs af.

Gærunum er þakkað kærlega fyrir veglegar gjafir.


Myndir/af vefsíðu Húnaþings vestra