Eftir stutt sumarhlé snýr vinsæli útvarpsþátturinn Miðvikan aftur á FM Trölla.
Þátturinn hefst á ný með krafti og góðum skammti af umræðum, skemmtun og topp tónlist. Þátturinn verður í beinni útsendingu á FM Trölla frá kl. 13:00 til 15:00 og í streymi á vefnum.
Stjórnandi þáttarins er Andri Hrannar, sem hefur áður tekið hlustendur með sér í fjölbreytt ferðalag um menningu, fréttir, samfélagsmál og skemmtilegt spjall.
Miðvikan er fastur liður í dagskrá FM Trölla og hefur á undanförnum árum notið mikilla vinsælda fyrir ferskan tón og áhugaverðar umfjallanir.
Þátturinn í mynd á Twitch.
Hlustið á Miðvikuna á FM Trölla á miðvikudögum kl. 13:00 – 15:00.
FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga og á Hvammstanga og nágrenni.
Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com