Ræðismannsskrifstofunni hefur borist beiðni um að birta mikilvæga tilkynningu í tengslum við hitabylgjurnar sem hafa verið að ganga yfir Spán að undanförnu.

„Landlæknisembættið minnir íbúa á nauðsyn þess að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að koma í veg fyrir að of hár hiti hafi bein áhrif á heilsuna.

Að drekka mikið vatn, forðast líkamlega áreynslu um miðjan dag og leita í skugga eða kælingu eru nokkrar af helstu ráðleggingum sem þarf að hafa í huga í langvarandi hitabylgjum.

Almennt séð hefur of hár hiti meiri áhrif á aldraða, börn og þá sem eru með langvinna sjúkdóma út frá heilsufarslegu sjónarmiði og eykur hættu á veikindum og dauða.

Aðrir þættir eins og ýmis læknismeðferð, heilabilunar sjúkdómar, bráðir sjúkdómar eða neysla áfengis eða annarra efna hefur einnig verið lýst sem áhættuþáttum.”