Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) og Slobodan Milisic hafa gert samkomulag um að hann ljúki nú störfum eftir tímabilið sem þjálfari Meistaraflokks karla eftir sex frábær ár.
Slobodan Milisic tók við KF árið 2017 á erfiðum tímapunkti þegar að liðið var að hefja sitt fyrsta tímabil í 3. Deild eftir fall árinu áður.
Uppbygging á liðinu hófst og setti Milo sinn svip á liðið strax. Mikil endurnýjun átti sér stað og á Milo hrós skilið fyrir starf sitt með uppbyggingu á leikmönnum sem hafa verið að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokk og skilað frábærum árangri í leiðinni.
Milo stýrði liðinu í þrjú ár í 3. Deild og er að klára sitt þriðja tímabil í 2. Deild.
Mynd/Guðný Ágústsdóttir af facebooksíðu KF