Tónlistarkonan og pródúsentinn ZÖE hefur gefið út nýtt lag sem nefnist „Shook“ og samhliða útgáfunni er myndband við lagið í leikstjórn Birtu Ránar Björgvinsdóttur.

Lagið verður leikið í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá FM Trölla í dag kl. 13 – 15.

Shook er fyrsta smáskífa af væntanlegri breiðskífu hennar sem kemur út á næsta ári en ZÖE gerði nýlega útgáfusamning við Öldu Music um útgáfu plötunnar.

Um lagið

Lagið er fjörugt og fjallar um tilfinningalegt frelsi og innri kraft. Meðan lagið hljóðlega séð er nokkuð frábrugðið því efni sem ZÖE hefur sent frá sér þá inniheldur það helstu kennileiti hennar hvað varðar textasmíðar og laga- og upptökugerð.

Aðsent.