Maður var snemma sendur í bankann, skríðandi á drullunni á fjórum fótum sennilega sjö ára, með miða frá pabba.

Afurðalán fyrir dýptarmæli, með rökstuðningi fyrir hagkvæmni og númer eitt, hvaða tegund mælis, og svo hvaða stærð, frá hvaða fyrirtæki, heimilisfang þess, símanúmer, og hvert ætti að senda vöruna, það er mótakandi. Að viðbættum varahlutum til dæmis skrifararúllupappír. Svo þurfti bankinn að staðfesta pöntunina, sinna greiðslu á vörunni sem faðir minn trillukallin Jóhann Sigurðsson hafði pantað.

Er maður var 15 til 16 ára og í fjórða bekk í Gagnfræðaskólanum á Siglufirði var bókhaldskennarinn þar Níels Friðbjarnason. Hann var sonur Friðbjarnar Níelssonar skósmiðs, kaupmanns og bæjargjaldkera og Sigríðar Stefánsdóttur frá Móskógum í Fljótum. Níels var starfandi gjaldkeri Útvegsbankans á Siglufirði. Eitt af því fyrsta sem maður þurfti að læra í bókhaldi, var að hafa inn og út reikninga á öllum reikningum. Það er tvöfalt bókhald. Stundum kallað, Debet annars vegar og Kredit hinsvegar.

 

 

Þá þurfti að læra nöfnin á helstu reikningum í dagbókinni svo sem, Sjóðsreikningur, Bankareikningur, Lánardrottnar, Skuldunautar, Víxileign og Víxilskuld, og ég veit ekki hvað, að ógleymdum Höfuðstól. Svo þurfti að setja niðurstöður þessa reikninga eftir árið á rekstrarreikning. Þá byrjar sko ballið í bókhaldinu.

 

Til að fá góða þverskurðarmynd af dagbók hvers árs, þá þarf að hafa efnahags- og rekstrarreikning, þannig að maður notar sömu nöfnin, sem eru þversum efst í dagbók. Svo setur maður þau nöfn lóðrétt beint niður vinstri dálk á efnahagsreikningnum. Á efnahagsreikninginn eru svo settir út til hægri af dálkinum nöfn reikninga eftirfarandi reikningar (dálkar).

Opnun með Debet og Kredit, Eignir, Gjöld, og svo Skuldir, og Tekjur, ásamt Höfuðstól með Debet og Kredit.

Það getur farið svo að sumir reikningar eru kallaðir neikvæðir eða jákvæðir reikningar. Er það vegna þess, hvað nöfn þeirra eru keimlík. Sem dæmi má nefna víxileign og hinsvegar víxilskuld. Víxileign er þá talinn jákvæður reikningur.

 

 

Á síðu Ríkisskattstjóra, á að vera hægt að finna reglu um lokafrágang ársreikninga. Þar segir að mig minnir.

„Færa skal efnahagsreikning yfir á rekstrarreikning“.

Að því loknu setur maður niðurstöðu þess rekstrarreiknings sem fyrstu færslu fyrir nýtt ár, svo sem á Kredit á opnun, svo að eitthvað sé nefnt.

Löngu eftir þetta í gagganum, fór maður í Hringsjá Starfsþjálfun fatlaðra. Þar kynnti maður sér tölvubókhald. Þá voru tölustafir eða númer í stað nafna á reikningum í dagbók.

Þá er miklu auðveldara að gera bráðabirgða uppgjör, þegar þarf að taka stórar ákvarðanir svo sem, varðandi rekstur almennt.

 

 

Hér áður fyrr var til sjóður sem hét Fiskveiðasjóður. Hann hafði það hlutverk að lána til viðhalds og viðgerða á skipum og trillum.

Þegar trillukallinn var búinn að leggja inn aflann til frystihúss eða saltfiskverkenda, var tekin viss prósenta í sjóðsgreiðslu. Sennilega 4% rétt eins og greiðsla í lífeyrissjóð í þá daga. Sú fjárupphæð var forgangs lánsréttur til láns á mjög lágum vöxtum hjá Fiskveiðasjóði. Ef þurfti enn hærra lán en þín innistæða var, þá hækkuðu vextirnir á umfram forgangs lánsrétti samfara því.

Ef að alþjóða gjaldeyrissjóðurinn væri með svipað kerfi, með greiðslur í sjóðinn sinn, væri hægt að lengja í núverandi láni. Gera svo betur við eldri borgara og öryrkja. Fjármagna svo vaxta byrði þungann með skattlagningu. En bara á þá ríkustu, þar til skuldin sé greidd.

 

Hér áður fyrr, er ég var að verða 18 ára sennilega árið 1973, voru tilraunaveiðar og bræðsla á loðnu. Hvað þurfti miklar breytingar á verksmiðjum, til að þær skiluðu góðri nýtni á afurðum. Það vakti undrun mína að góð veiði á loðnu hafi valdið verðbólgu á Íslandi, þessi árin.
Það skildi þá ekki vera, að þegar verðbólga verið orðin sjö prófsent eða meir, að þá megi ekki hækka stýrivexti eftir það, eins og gert hefur verið, vegna þess að, hækkunin geti þá farið í andhverfu sína, og valdið pappírs verðbólgu og þenslu, og þannig rýrt alla starsemi og kjör í landinu og kippt öllum undirstöðum undan sveitarfélögum og fyrirtækja í þeim.

Eitt albest varðveitta leyndarmál fljótagrunns veiðimennsku, er að, þegar ekkert hefur fiskast þar í fjóra daga, hefur stærsti fiskur grunnsins synt á móti vestfjarðargöngunni og slegist þar í hópinn, því þorskurinn er fiskitorfuvera. Þá þarf að sigla á móti vestfjarðargöngunni og finna hana og fylgja henni eftir austur fyrir Siglufjörð. Svo þarf að fylgjast með næstu göngu og grípa hana eins.

Á línuveiðunum var eitt af trixunum að halda línunni alltaf ferskri, svo hún fiskaði sem best, með því að sjóða hana í grænolíu. Þá var olía sett í pott, á einnar hellu eldavél og suða látin koma upp, svo var góð hönk af línunni sett ofaní pottinn, þar látin sjóða þar til hvítasti partur línunnar varð al hvítur á lit með bláum jaðri, þá var grænolían búin að drekka sig inn í línuna. Þá var parturinn ofaní dreginn uppúr og næsta hönk línunnar sett ofaní (dregið í gegn) kraumandi grænolíuna. Það þurfti að ferska línuna svona annað hvert ár, svo línan úldnaði ekki og hætti að fiska.

Sagan hins vegar af dýptarmælinum byrjaði sennilega þannig, að bankastjóri Útvegsbankans á Siglufirði, Hafliði Hafliðason fór niður á bátadokk, til að athuga hversu vel væri að fiskast úr vestfjarðargöngunni, það árið. Þar kallaði hann í föður minn Jóhann Sigurðsson. 

 

Spurði hvort hann myndi ekki fiska bara mun betur, ef hann væri með dýptarmæli, um borð.

Faðir minn svaraði því til, að hann hefði sko ekki efni á því, að fá sér dýptarmæli í trilluna. Þá svaraði Hafliði Hafliðason bankastjóri, “þú getur prófað að tala við bankastjórann og spurt hann, hvort þú getir fengið lán í þetta verkefni.”

Faðir minn svaraði í spurninga tón og sagði: “Heldur þú ekki að, bankastjórinn segi ekki bara einfalt nei, við því erindi.”

Þá svaraði Hafliði Hafliðason bankastjóri Útvegsbankans á Siglufirði.

“Það sakar nú kannski ekki, að spyrja bankastjórann, Jóhann minn.” 

Eftir að faðir minn var orðinn sá fjórði, af litlum trillukörlum, sem var kominn með dýptarmæli, var hinum trilluköllunum skipt í fjórar grúppur. Markmiðið var að finna gott rek fyrir allar trillurnar, til að fiska sem mest, og best, og bera þannig sem mesta björg í þjóðarbú Íslendinga.

 

Texti og teikningar: Viðar Jóhannsson
Samansett mynd: Síldarminjasafn Íslands, Fjallabyggð
en ljósmyndari Kristfinnur Guðjónsson
Ljósmynd af Hringsjá: Hringsjá
Mynd af Jóhanni Sigurðssyni: Anna Torfadóttir