Nú þegar þrjár vikur eru liðnar frá síðasta hugsanlega mislingasmiti telur sóttvarnarlæknir að líklegast hafi tekist að stöðva faraldurinn.
Bólusetningum forgangshópa er að mestu lokið og verður því horfið aftur til fyrri áætlana, þ.e. að bólusetja börn við 18 mánaða og 12 ára aldur. Ekki er talin ástæða til að bólusetja börn yngri en 18 mánaða nema í undantekningartilvikum eins og þegar ferðast skal til landa þar sem tíðni mislinga er há.
Óbólusettir einstaklingar á aldrinum 18 til 49 ára eru hvattir til að láta bólusetja sig.
Gert er ráð fyrir að flestir sem eru fæddir fyrir 1970 hafi fengið mislinga og þurfi því ekki bólusetningu enda bóluefnið ekki eins gagnlegt fyrir þá sem eldri eru.
Ekki má bólusetja þungaðar konur eða þá sem eru á ónæmisbælandi meðferð.
Vísað er á heimasíðu hverrar starfsstöðvar til að fá upplýsingar um hvenær opið er fyrir bólusetningu.
Frekari upplýsingar má finna á vef Embættis landlæknis: https://www.landlaeknir.is/