Mjög há sjávarstaða er við höfnina á Siglufirði. Veður fer versnandi frameftir degi og fram á kvöld og nótt. Eigendur báta í höfninni eru hvattir til þess að huga að þeim.
Það má gera ráð fyrir að næstu daga geti áhlaðandi vegna ölduhæðar og lækkandi loftþrýstings aukið sjávarhæð umfram það sem sjávarfallaútreikningar gefa til kynna.
Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við sjávarsíðuna og á hafinu og að hugað verði að skipum og bátum í höfnum.
Mynd/Slökkvilið Fjallabyggðar