Mjúk appelsínukaka
- 1 ½ bolli hveiti
- 1 ½ tsk lyftiduft
- ½ bolli sykur
- 2 egg
- 3 msk mjólk
- ¾ bolli nýkreistur appelsínusafi (u.þ.b. 3 appelsínur)
- ½ bolli olía (ekki ólífuolía)
- 1 tsk vanilludropar
- 5-6 msk fínrifið appelsínuhýði (u.þ.b. 3 appelsínur)
- Smá salt
Hitið ofninn í 175° og smyrjið formkökuform vel.
Sigtið saman þurrefnin í skál og blandið þeim saman.
Hrærið egg, mjólk, appelsínusafa, olíu, appelsínuhýði og vanilludropa saman í annarri skál. Blandið þurrefnunum varlega saman við í skömmtum og hrærið þar til allt hefur blandast vel. Passið að hræra ekki deigið of lengi. Setjið deigið í smurt kökuformið og bakið í 30-40 mínútur, eða þar til prjóni sem stungið er í kökuna kemur hreinn upp.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit