Mjúk kanilsnúðakaka
- 175 gr smjör
- 2 ½ dl sykur
- 2 egg
- 3 dl sýrður rjómi eða súrmjólk (ég nota bara það sem ég á, í morgun blandaði ég saman sýrðum rjóma og létt ab-mjólk)
- 4 ½ dl hveiti
- 2 tsk vanillusykur
- 1 msk lyftiduft
- smá salt
Fylling
- 1 dl sykur
- 3 msk kanil
Yfir kökuna
- 2 msk smjör

Hitið ofninn í 175°. Hrærið smjör og sykur mjúkt og ljóst. Bætið eggjunum saman við, einu í einu, og þar á eftir sýrða rjómanum. Bætið þurrefnunum saman við og hrærið vel saman.
Blandið saman í sér skál sykri og kanil í fyllinguna.
Smyrjið formkökuform. Látið helminginn af deiginu í formið, stráið helmingnum af fyllingunni yfir, látið seinni helminginn af deiginu yfir og endið á að strá restinni af fyllingunni yfir kökuna. Leggið smjörklípur yfir kökuna og bakið í 45-60 mínútur (eftir stærð á formi).

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit