Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að móta tillögur ásamt tímasettri áætlun um það hvernig ná megi gæðaviðmiðum um mönnun á hjúkrunarheimilum hér á landi. Hópnum er ætlað að skila niðurstöðum sínum til ráðherra eigi síðar en 1. febrúar 2025. Hópurinn er skipaður á grundvelli yfirlýsingar heilbrigðisráðherra við undirritun kjarasamings Eflingar stéttarfélags og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu 2. október síðastliðinn.

Starfshópurinn hefur m.a. til hliðsjónar fyrirliggjandi vinnu vegna umönnunar á  hjúkrunarheimilum, skýrslur þar um og viðmið embættis landlæknis frá árinu 2015.

Samhliða vinnu starfshópsins mun landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu, leggja mat á forsendur viðmiða embættis landlæknis og eftir atvikum endurskoðun þeirra, m.a. með tilliti til öryggis og gæða.

Ráðgjafafyrirtækið Gemba ehf. leiðir vinnu starfshópsins sem er svo skipaður:

  • Dagmar Huld Matthíasdóttir, án tilnefningar
  • Helga Atladóttir, án tilnefningar
  • Karl Óttar Einarsson, tilnefndur af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
  • Viðar Þorsteinsson, tilnefndur af Eflingu stéttarfélagi
  • Henný Hraunfjörð, tilnefnd af embætti landlæknis
  • Elmar Hallgríms Hallgrímsson, tilnefndur af Sjúkratryggingum Íslands
  • Sandra B. Franks, tilnefnd af Sjúkraliðafélagi Íslands

Mynd/ pixabay