Minnt er á að Verðlagseftirlit ASÍ og Neytendasamtökin standa fyrir morgunverðarfundi í dag, þriðjudaginn 19. október, um samkeppnis- og neytendamál.

Fundurinn hefst kl. 8:30 og stendur til kl. – 10:00.

Fundurinn fer fram á  á Grand Hótel í Reykjavík, en einnig verður beint streymi af fundinum og hann tekinn upp fyrir þau sem komast ekki á staðinn.

Skoða á ein.is

Eru Íslendingar lélegir neytendur? Hvaða áhrif hefur skortur á samkeppni, neytendavernd og eftirliti með viðskiptaháttum á atvinnulíf, viðskipti, verðlag og lífskjör? Er eitthvað sem má betur fara í þessum málum hér á landi? 

Á fundinum verður leitast við að svara þessum spurningum og fleiri. Fjallað verður um hlutverk, stöðu og umhverfi þeirra opinberu stofnanna og félagasamtaka sem fara með samkeppnis- og neytendamál hér á land og áherslur stjórnvalda í því samhengi. Einnig verður fjallað um fyrirkomulag þessara mála í nágrannalöndunum. 

Á fundinum verða nokkur styttri erindi og pallborð. Í pallborði verða fulltrúar frá Samkeppniseftirlitinu, Neytendasamtökunum, Samtökum verslunar og þjónustu, Neytendasamtökunum og verkalýðshreyfingunni. 

Dagskrá:

8.30 – 8.40Samkeppni, fjórða iðnbyltingin og vinnumarkaðurinn
Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ
8.40 – 8.55Neytendavernd á norðurlöndunum
Daði Ólafsson, sérfræðingur hjá atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytinu
8.55 – 9.10Af hverju samkeppniseftirlit?
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
9.10 – 9.25Sókn í stað samþjöppunar
Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands
9.30 – 10.00Pallborðsumræður

Í pallborði verða:

  • Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
  • Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu
  • Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna
  • Andrés Magnússon, framkvæmdastjór Samtaka verslunar og þjónustu
  • Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.