Movies er fyrsta verkefnið sem Aron Birkir og Ösp Eldjárn vinna saman að.

Viku eftir að hafa sýnt vini sínum demo af laginu, og fengið ábendingu um að fá Ösp með sér í verkefnið, sátu Aron og Ösp á gráum sunnudegi að syngja inn partana sína. „Það skapaðist einhver angurværð í þessu mómenti sem vonandi skilar sér í lagið“ – segir Aron.

Því næst var það Eyþór Ingi Gunnlaugsson sem tók lagið undir sinn væng og fékk til sín Þórdísi Gerði Jónsdóttur sellóleikara. Saman bjuggu þau til strengjapartana sem að færðu lagið heldur betur upp á nýtt stig.

Jóhann Rúnar Þorgeirsson tók síðan við laginu frá Eyþóri, nostraði, mixaði og loks masteraði lagið.

Lagið Movies er komið í rólegu deildina á FM Trölla og mun hljóma þar á virkum síðkvöldum.

Movies er samið um hrifningu, ást og hvað hefði getað verið. Tilfinningin þegar að leiðir skilja en aðgengið að lífi hinna aðilanna er algjört, hvort sem það er í stuttum myndböndum eða löngum sögum á samfélagsmiðlum.

Lag: Movies
Höfundur lags/texta: Aron Birkir
Flytjendur: Aron Birkir & Ösp Eldjárn
Pródusering/Útsetning: Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Selló: Þórdís Gerður Jónsdóttir
Mix/Master: Jóhann Rúnar Þorgeirsson

Aðsent.