Mozzarellafylltar brauðbollur
- 1 rúlla af pizzadegi fyrir þykkan botn (eða annað pizzadeig)
- 20 stykki (tæplega 2 pokar) af fersku mozzarella (litlu kúlunum)
- smjör
- hvítlauksrif
- pizzakrydd
- rifinn ostur

.
Rúllið deiginu út og skerið það í 20 bita. Látið renna af ostinum.
Vefjið hverjum deigbita utan um mozzarellakúlu og rúllið í kúlu, þannig að deigið hjúpi ostinn alveg. Endurtakið með alla deigbitana (það munu verða 4 kúlur eftir af ostinum, sem hægt er að borða á meðan eða geyma).
Smyrjið eldfast mót eða kökuform (um 20 cm kökuform og klæðið botninn með bökunarpappír) og raðið kúlunum í formið. Bræðið smör og pressið hvítlauksrif yfir. Penslið blöndunni yfir brauðbollurnar. Kryddið með pizzakryddi og endið á að strá smá rifnum osti yfir.
Bakið við 225° í um 15 mínútur.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit

.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit