Á vef Fjallabyggðar er fólk minnt á að hreinsa snjó frá sorptunnum, en þar segir:
Vegna mikils fannfergis undanfarið er þeim tilmælum beint til húseigenda í Fjallabyggð að moka frá sorptunnum hjá sér fyrir sorphirðudag svo hægt sé að hirða sorp frá heimilum. Ef aðgengi að sorptunnum er slæmt og íbúar hafa ekki sinnt því að greiða götu starfsfólks sorphirðunnar, verða tunnur ekki tæmdar.
Samkvæmt sorphirðudagatali er verið er að tæma gráar tunnur á Siglufirði í dag 14. janúar, og var líka í gær. Gráa tunnan verður svo tæmd í Ólafsfirði á morgun miðvikudaginn 15. janúar.
Hér eru helstu ástæður fyrir því að ekki er hægt að losa tunnur:
- Ekki búið að moka frá tunnum svo ekki er hægt að ná í þær.
- Frosnar hurðir og ekki hægt að opna þær.
- Frosnir lásar að sorpgeymslum, –gerðum og –skápum svo ekki er hægt að komast að tunnum.
- Bílar fyrir sem hefta aðgengi starfsfólks og hirðubíls.
Sorphirðudagatal Fjallabyggðar, hægt er að smella á myndina til að sækja það sem pdf skjal til útprentunar: