Önnur útgáfa Myndasöguhátíðar Siglufjarðar fer fram dagana 15. til 17. ágúst. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í fyrra og hlaut góðar undirtektir, en nú snýr hún aftur með fjölbreytta dagskrá fyrir bæði áhugafólk og nýliða í heimi myndasagna.
Markmið hátíðarinnar er að kynna listform myndasagna, skapa vettvang fyrir samskipti og fræðslu, auk þess að bjóða upp á skemmtun og menningarviðburði í einstöku umhverfi Siglufjarðar. Dagskráin fer fram á ýmsum stöðum í bænum og felur meðal annars í sér sýningar, vinnustofur, tónleika og samverustundir.
Myndasöguhátíð Siglufjarðar býður gestum upp á einstakt tækifæri til að kynnast fjölbreyttum heimi myndasagna og njóta menningar og samfélags í sögufrægum bæ.
Dagskrá hátíðarinnar
Föstudagur 15. ágúst
17:00–19:00 – Sýningaropnun í Söluturninum, Aðalgata 23
• Bara vatnslitr eftir Simone Campisano
• Fjarlægðin gerir fjöllin blá – myndasögusýning frá Íslenska myndasögufélaginu og vinum
Sýningarnar verða opnar um hátiðina frá kl. 12:00 til 16:00
20:30–00:00 – Bingó og teikna með Sindra Frey Sparkle á Segli 67, Vetrabraut 8–10
Laugardagur 16. ágúst
11:00–12:00 – Fyrirlestur „Kynning á leturgerð og grafískri hönnun fyrir teiknimyndasögur“ með Simone Campisano í Ráðhússalnum, Gránugata 24, sýningarsalur 2. hæð
13:00–18:00 – Listamannaportið með 29 innlendum og erlendum myndasögulistamönnum í Ráðhússalnum
• Sögusýningin Siglufjarðarprentsmiðja í umsjón Örlygs Kristfinnssonar opin á sama tíma
21:00–00:00 – Tónleikar með Martian Motors og Gúðum Hins Nýja Tíma á Segli 67
Sunnudagur 17. ágúst
11:00–12:00 – Myndasögugerð fyrir börn með Ötlu Hrafneyju í Ráðhússalnum
13:00–14:00 – Pallborðsumræða: „Hvernig má styðja sjálfstæða myndasöguhöfunda og hjálpa senunni að blómstra“ í Ráðhúsinu, sýningarsalur 2. hæð