“Dásamleg kvöldstund í Ólafsfjarðarkirkju” að sögn þeirra sem mættu á hátíðartónleika Berjadaga föstudagskvöldið 17. ágúst.
þar komu fram listamennirnir Bjarni Frímann Bjarnason, Kristján Jóhannsson tenórsöngvari, Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari, Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngvari og Vera Panitch fiðluleikari.
Kirkjubekkirnir voru þétt setnir í kirkjunni þar sem reidd var fram hver krásin á fætur annarri af gnægtaborði tónbókmennta.
Myndir: Guðný Ágústsdóttir
Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir