Gestaherbergið óskar hlustendum gleðilegs árs í dag og verður á dagskrá frá klukkan 17:00 til 19:00 í dag.


Þau Palli og Helga senda þáttinn út í beinni útsendingu úr stúdíói III í Noregi.
Þema þáttarins í dag er áramót og verða lög tengd því spiluð í þættinum.

Síminn 5800 580 verður opinn og geta hlustendur hringt inn í þáttinn.

Óskalögin verða spiluð, kíkt verður á fréttir og eitthvað fleira verður gert í þættinum. 
En að öðru leyti er hann nokkuð óundirbúinn.

Missið ekki af fyrsta þætti ársins 2024 á FM Trölla og á Trölli.is

FM Trölli næst um allan heim hér á vefnum trolli.is og á FM 103.7 á Siglufirði, í Ólafsfirði, í Eyjafirði, á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is