Leikfélag Fallabyggðar frumsýnir söngleikinn ,,Þrek og tár,, í kvöld kl. 20:00 í Menningarhúsinu Tarnarborg. Verkið er eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur.

Frumsýningin átti að fara fram 5. mars en var frestað til 8. mars vegna veikinda.

Söngleikurinn er gaman/drama leikverk sem er saga kaupmannsfjölskyldu í Reykjavík í byrjun sjöunda áratugarins.

Tónlistarhæfileikar fjölskyldunnar brjótast út á mismunandi hátt hjá meðlimum hennar og krydda verkið, tónlistin er dægurflugur þess tíma.

En undir niðri krauma óuppgerð átakamál, breyskleiki, og útskúfun takast á við umburðarlyndi og mannúð.

Verkið er sett upp með aðkomu nemenda á listabraut í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Leikarar verksins eru tæplega 20 talsins auk fjölda annarra sem koma að uppsetningunni.

Guðný Ágústsdóttir mætti á generalprufuna sem fram fór á föstudaginn og tók þessar skemmtilegu myndir. Eins og sjá má á myndunum ætti enginn að láta þennan bráðskemmtilega söngleik fram há sér fara.

3. sýning 10. mars kl. 20
4. sýning 12. mars kl. 20
5. sýning 14. mars kl. 15
6. sýning 14. mars kl. 20

Miðaverð kr. 3.500
Aldraðir, öryrkjar og undir 14 ára: 3.000 Kr.
Miðapantanir: 8495384 – Vibekka // 8632604 – Guðrún

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

Myndir: Guðný Ágústsdóttir