Hin árlega sumarmessa á Knappsstöðum var haldin sunnudaginn 9. júlí í fallegu veðri.
Athöfnina leiddi séra Halla Rut Stefánsdóttir og faðir hennar, Stefán R. Gíslason annaðist undirleik.
Að lokinni messu var boðið upp á kaffi í kirkjugarðinum og tóku heimili í sveitinni þátt í að leggja til brauð með kaffinu. Það er hefð að reiðmenn mæti á fákum sínum í messuna og sá Arnþrúður Heimisdóttir í Langhúsum um undirbúning hópreiðar í messuna.
Meðfylgjandi myndir tóku þeir, Halldór Gunnar Hálfdansson bóndi á Molastöðum í Fljótum og Sigtryggur Kristjánsson.









