Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í Ólafsfirði eins og venja er. Þetta árið var öll helgin hin glæsilegasta og óhætt að hrósa aðstandendum vel fyrir dugnað og metnað í umgjörð og framkvæmd hátíðarinnar.
Á árshátíð sjómanna lét Valmundur Valmundarson formaður Sjómannasambandsins þau orð falla, að þátttakan í Ólafsfirði væri miklu meiri en í Vestmannaeyjum, sem þó er talsvert fjölmennara samfélag.
Guðný Ágústsdóttir tók þessar myndir, sem hér eru birta með leyfi.
Myndir: Guðný Ágústsdóttir