Skarðsdalur iðaði af lífi um helgina - Theodór Dreki: „Færðin var dásamleg og veðrið frábært“ - Myndir

Það var líf og fjör í Skarðsdal um helgina þegar fjöldi fólks lagði leið sína á skíði. Veðrið lék við gesti og ekkert fór á milli mála að gleðin var allsráðandi hjá skíðafólki sem nýtti aðstæður til fulls, hvort sem um var að ræða fjölskyldur, byrjendur eða vant fólk á skíðum.

Skarðsdalur iðaði af lífi um helgina - Theodór Dreki: „Færðin var dásamleg og veðrið frábært“ - Myndir

Theodór Dreki Árnason

„Við fórum saman fjölskyldan bæði laugardag og sunnudag. Færðin var dásamleg og veðrið frábært, í raun bara allt saman.“

Sagði Theodór Dreki Árnason, yfirmatreiðslumaður á Pizzabakaranum, í samtali við trolli.is.

Skíðasvæðið í Skarðsdal er jafnan talið meðal skemmtilegustu skíðasvæða landsins. Þar eru fjórar lyftur, töfrateppi og alls tíu skíðaleiðir. Svæðið liggur frá um 200 metra hæð og upp í 650 metra, sem býður upp á fjölbreyttar leiðir og góða upplifun fyrir skíðafólk á öllum aldri.

Á meðfylgjandi myndum, sem Jón Hrólfur Baldursson tók og eru birtar með góðfúslegu leyfi hans, má meðal annars sjá barnasvæðið og töfrateppið. Það svæði nýtur jafnan mikilla vinsælda hjá bæði yngri og eldri kynslóðinni og var engin undantekning á því um helgina, enda bros á hverju andliti.

Að lokum fær „Stemmingskallinn“ sjálfur, Birgir Egilsson, forstöðumaður Skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði, lokaorðið með léttu og skemmtilegu TikTok myndbandi:

@skisva.skarsdalur Mokstur er eins og lífið og skíðin! #fyrirþig #fyp #ísland #íslenskttiktok #iceland ♬ sonido original – Música_Clásica

Tengt efni:

„Stemmingskallinn“ í Skarðsdal sem gerir skíðasvæðið sýnilegra