Nachos í ofnskúffu (uppskrift fyrir ca 4-5)
- nachosflögur
- 500 g nautahakk
- 1 bréf tacokrydd
- 1 krukka tacosósa (230 g)
- jalapenos
- 1 poki rifinn ostur (ca 250 g)
Setjið nachosflögurnar í ofnskúffu með bökunarpappír. Steikið nautahakkið og kryddið með tacokryddinu. Hellið tacosósunni yfir og blandið vel saman. Setjið nautahakkið og jalapenos yfir nachosið og stráið rifnum osti yfir. Setjið í 200° heitann ofn í 5-10 mínútur, eða þar til osturinn hefur bráðnað.
Köld sósa:
- 2 dl sýrður rjómi
- 1 tsk paprikukrydd
- 1/2 tsk chilikrydd
- salt og pipar
- ítalskt salatkrydd
Hrærið sýrðum rjóma, paprikukryddi og chilikryddi saman og smakkið til með salti, pipar og ítölsku salatkryddi. Látið standa í ísskáp í smá stund.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit