Mikil aukning er á umsóknum um nám í Háskóla Íslands. Ástæðan er stytting náms til stúdentsprófs segir rektor skólans.

Tæplega 5.000 umsóknir bárust um grunnnám í Háskóla Íslands fyrir komandi skólaár eða rúmlega ellefu prósent fleiri umsóknir en í fyrra. Fjöldi umsókna um framhaldsnám jókst einnig milli ára og nemur aukningin um 12,5 prósentum.

Megin skýringin er endurskipulagning framhaldsskólans. Nú eru nemendur að útskrifast í svokölluðum tvöföldum árgöngum í meira mæli en áður.

Umsóknum í grunnnámi í allar verkfræðigreinar Háskólans fjölgar og aukinn áhugi er m.a. á lögfræði, næringarfræði og leikskólakennarafræði auk þess sem menntavísindin eru almennt í sókn – sem er jákvæð þróun.

Fjöldi umsókna í leikskólakennarafræði eykst um 60 prósent, fjöldi nema í lögfræðiumsóknum eykst um 40 prósent og í öllum verkfræðigreinum eykst fjöldinn verulega.

Nú þegar Menntaskólinn á Tröllaskaga, sem staðsettur er í Ólafsfirði, er búinn að sanna sig rækilega og sprautar út stúdentum vaknar spurningin:
Hvenær verður tímabært að reisa nýjan og flottan Háskóla á Siglufirði ?

Útdráttur úr frétt á visir.is GSm.
Mynd: samsett