Eins og lesendum er kunnugt hefur val á manni ársins í Fjallabyggð farið fram á Trölli.is og hlaut Anna Hermína Gunnarsdóttir flestar tilnefningar. Sjá frétt, MAÐUR ÁRSINS Í FJALLABYGGÐ
Góð þátttaka var í tilnefningunni og afar ánægjulegt að sjá hin jákvæðu ummæli sem fylgdu með þeim nöfnum sem send voru inn.
Nokkrir af þessum aðilum fengu margar tilnefningar þótt hér fylgi aðeins einn rökstuðningur af handahófi með hverjum og einum.
Ljóst er þegar litið er á þessa upptalningu að við búum í góðu samfélagi með fjöldann allan af einstaklingum sem vinna af heilindum fyrir heildina.
Steingrímur Kristinsson
– Steingrímur hefur unnið ómetanlegt starf í þágu Siglfirðinga að skrásetja söguna í máli og myndum.
Vilhjálmur á bókasafninu Ólafsfirði
– Fyrir einstaklega góða þjónustu og hlýja framkomu, Keyrir jafnvel heim ef fólk á ekki heimangengt.
Þórarinn (Tóti) Hannesson
– Hann leggur á sig mikið og óeigingjarnt sjálfboðastarf við að skemmta og fræða aðra í Ljóðasetri íslands sem og út um allan bæ allt árið.
Ragnar Ragnarsson (Raggi Ragg)
– Ótrúlegur afreksmaður gagnvart umhverfismálum í Héðinsfirði (& Sigluf)
Aðalheiður Sigríður Eysteinsdóttir
– Vegna framlags til menningarmála.
Hrólfur Rakari
– Hefur haldið húmornum uppi í Bæjarfélaginu og er lím samfélagsins.
Anita Elefsen
– Hún hefur unnið óeigingjarnt, gott og uppbyggilegt starf á Síldarminjasafninu. Hún hefur komið á starfi með eldri borgurum í formi ljósmyndasýninga og upplestri sem og hefur kynnt starf safnsins og sögu bæjarins og vakið áhuga yngri kynslóða samfélagsins á því sem áður var.
Jakob Kárason
– Hefur sýnt dugnað og elju við að þjóna okkur bæjarbúum.
Róbert Guðfinnsson
– Hann lýsir upp bæinn okkar og hjálplegur við skólabörnin í kófinu.
Helga Hermanns og lið hennar í Skálarhlíð
– Yndislegar konur, svo einfalt er það.
Lára Stefánsdóttir
– Vegna þess hversu vel hefur tekist til að halda skólastarfi í Mtr áfram á covid tímum.
Raggi Ragg og Lisa
– Raggi og Lísa Dombrowe hafa sýnt það góða fordæmi að ástunda landhreinsun allt árið um kring í fjörum Siglufjarðar og Héðinsfjarðar.
Björn Þór Ólafsson
– Bubbi kemur víða við í samfélaginu og leggur mikla vinnu og alúð í óeigingjarna sjálfboðavinnu sína og t.d. Pálshús ásamt ýmsum hugmyndum sem hann hefur verið frumkvöðull að. Göngustígur við vatnið, bekkir um allt, skíðastökkpallurinn og er þetta lítið sýnishorn.
Egill Rögnvaldsson
– Frábær þjónusta við skíðafólk.
Tòti og Stína
– Dugleg ì söfnun til þann sem þarf mezt á því að halda það ár.
Birgitta Þorsteinsdóttir
– Kennari
Jón Þorsteinsson
– Vinnur vel að menningarmálum í Fjallabyggð
Björn Valdimarsson
– Björn vinnur að ómetanlegri skrásetningu á lífinu í Fjallabyggð með myndavélinni.
Helgi Jóhannsson
– Lýsir bæinn upp með jólagleði og vinnur vel i framfaramálum í Óló.
Gulli Himma Dodda
– Sér um að koma ártalinu upp í fjallinu.
Elías Pétursson
Hefur staðið sig vel í starfi bæjarstjóra og er ötull að nútímavæða Fjallabyggð.
Brynja Baldursdóttir listakona
– Vekur athygli hérlendis sem erlendis með listsköpun sinni. Kemur Siglufirði á kortið sem listamannabæ..
Sigurður Ægisson
– Vegna fræðimennsku og bókaútgáfu.
Bjarni Þorgeirsson
– Vegna endurútgáfu á jólaplötu Karlakórsins Vísis.