Náms- og starfsráðgjafi
Markmið með náms- og starfsráðgjöf er að veita öllum nemendum skólans þjónustu í málum sem tengjast persónulegum högum þeirra, námi – og starfsvali. Auk þess að veita foreldrum, kennurum og öðru starfsfólki ráðgjöf/fræðslu í málefnum einstakra nemenda.
Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er fyrst og fremst að vera málsvari og trúnaðarmaður nemenda innan skólans og standa vörð um velferð þeirra. Þá sér hann einnig um málefni er tengjast stoðþjónustu og kynningu á námi skólans.
Ráðning er frá 1. janúar 2022.
Helstu verkefni og ábyrgð
- skipuleggja og sjá um framkvæmd náms- og starfsfræðslu
- veita upplýsingar og annast ráðgjöf til nemenda um náms- og starfsval
- taka þátt í að skipuleggja aðgerðir til að stuðla að betri líðan og farsæld nemenda í skólanum
- sinna kennslu um gagnlegar námsaðferðir og hjálpa nemendum að finna styrkleika sína og námsstíl
- aðstoða nemendur við að finna úrræði vegna námserfiðleika
- fylgjast með námsgengi nemenda og gera kröfur til úrbóta gerist þess þörf
- liðsinna kennurum vegna námsvanda einstakra nemenda og vera þeim til aðstoðar við skipulagningu og umsjón með nemendahópum
- hafa samband við forráðamenn nemenda þegar þörf er á
- hafa yfirumsjón með mætingum nemenda og viðbragðsferli
- sjá um kynningar á skólanum
- fylgjast með nýjungum á sviði námsráðgjafar og viðhalda faglegri hæfni með endurmenntun
- sitja í stoðþjónustuteymi, heilsu- og forvarnarteymi og neyðarstjórn skólans
- tengiliður við heilbrigðisstarfsfólk sem starfar með skólanum
- taka saman skýrslu um starf sitt í lok hvers skólaárs
- hefur umsjón með og uppfærir það sem tengist starfinu undir flipanum -Þjónusta- á heimasíðu skólans
- heldur utanum og fylgir eftir mótttökuáætlun fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku, sér til þess að upplýsingar á heimasíðu séu réttar
- sér um verkefnið – Byggjum brú – um samskipti grunn- og framhaldsskóla um samstarf á skólaskilum
- vinna að ýmsum verkefnum í samráði við skólastjórnendur
Öll atriði eiga bæði við varðandi stað- og fjarnema.
Hæfniskröfur
Háskólamenntun og leyfisbréf náms- og starfsráðgjafa skv. lögum nr. 35/2009. Hæfni til að vinna stafrænt er skilyrði. Menntun sem tengist félagsráðgjöf, fjölskylduráðgjöf og skyld menntun er eftirsóknarverð.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert.
Leitað er að starfsmönnum sem hafa frumkvæði, eru sjálfstæðir í vinnubrögðum og vilja taka þátt í uppbyggingu náms með dreif- og fjarnámssniði og í samræmi við ný lög um framhaldsskóla (nr. 92/2008) þar með talið möguleika á fjarnámsráðgjöf. Eftirsóknarvert er ef umsækjendur hafa menntun, þekkingu og reynslu sem nýtist skólanum umfram það starf sem er auglýst og er þá möguleiki á stærra stöðuhlutfalli.
Einkunnarorð Menntaskólans á Tröllaskaga eru Frumkvæði, sköpun og áræði. Við leggjum áherslu á gott samstarf við samfélagið og umhverfi skólans. Skólinn leggur áherslu á fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir, virka notkun kennslukerfis (Moodle) og margs konar námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarmat. Umsækjendur þurfa að vera liprir í notkun upplýsingatækni.
Auglýsingin gildir í 6 mánuði.
Starfshlutfall er 60%
Umsóknarfrestur er til og með 06.12.2021
Nánari upplýsingar veitir
Lára Stefánsdóttir – lara@mtr.is – 460 4240
Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir – villa@mtr.is – 460 4240
Smelltu hér til að sækja um starfið
Mynd/MTR