Tekið var fyrir málefni Norlandia á Ólafsfirði á fundi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra þann 26. ágúst 2021.

Þar lagði Nanna Árnadóttir til, í ljósi fjölda kvartana vegna lyktarmengunar og mikilvægis þeirrar starfsemi sem um ræðir, að framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra verði falið að taka saman allar ábendingar, aðfinnslur og kvartanir sem borist hafa eftirlitinu vegna lyktarmengunar af völdum starfsemi Norlandia á Ólafsfirði undanfarin fjögur ár ásamt og að taka saman og leggja fyrir nefndina öll þau gögn sem fyrirtækinu er, samkvæmt gildandi starfsleyfi, skylt að halda utan um og varðveita og eða skila eftirlitinu.

Einnig er framkvæmastjóra falið að taka saman og leggja fyrir nefndina greinargerð byggða á framgreindum gögnum, skynmati sem eftirlitið hefur staðið að sem og öðrum samskiptum sem hafa verið milli HNV og forsvarsmanna félagsins. Að síðustu er framkvæmdastjóra falið að leggja fram tillögu að næstu skrefum í málinu. Umbeðin gögn sem og greinargerð og tillögu að næstu skrefum skal leggja fyrir næsta fund nefndarinnar sem haldinn verður í september.

Nefndin samþykkir bókun fulltrúa Fjallabyggðar og felur framkvæmdarstjóra að vinna að málinu og undirbúa fyrir næsta fund.

Aðspurður svaraði Sigurjón Þórðarson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra því til að gott væri að frá brýningu frá bæjarfulltrúum og almenningi í Fjallabyggð.