Á nýárskvöld 2019 kl. 21:00 frumflutti FM Trölli söguna Náttúrubarnið eftir Láru Stefánsdóttur, höfundur les.

Upphaf sögunnar má rekja til þess þegar Lára var að ferðast með elsta barnabarninu Hrafnhildi Láru sem leiddist og Lára ákvað að búa til handa henni sögu.

Aðal söguhetjan var látin heita í höfuðið á Hrafnhildi Láru sem var svo spennt að hún suðaði stöðugt í ömmu sinni að fá meira af sögunni. Tíminn leið og sagan einhvernvegin spannst áfram. Nokkrum árum síðar var næstu tveimur barnabörnum sögð sagan sem brugðust eins við og síðan hefur verið stöðugt beðið um meira af sögunni.

Hér má hlusta á söguna Náttúrubarnið í flutningi höfundar, inngang les Gunnar Smári Helgason:

 

Sjá einnig frétt hér með meiri upplýsingum og myndum.