Höfgar nauðir nefnist innsetningarverk sem Þorbjörg Signý Ágústsson, nemandi í MTR sýnir nú í Hellisgerði í Hafnarfirði.
Verkið þróaði hún í myndlistaráfanga hjá Bergþóri Morthens síðasta vetur en í sumar vann hún á vegum skapandi starfa í Hafnarfirði að því að smíða og setja upp verkið.
Höfgar nauðir er áleitið verk sem snertir á stöðu kvenna og því misrétti sem þær upplifa í samfélaginu.
Í þættinum Menningunni á RÚV var rætt við Þorbjörgu um verkið. Viðtalið byrjar á 04:20.
Nánar um Höfgar nauðir á Facebook síðu verksins
Mynd/ Þorbjörg Signý Ágústsson.