Fimm nemendur við Menntaskólann á Tröllaskaga eru nú staddir í Tallin í Eistlandi og er það fyrsta utanlandsferð nemenda síðan heimsfaraldurinn brast á.
Þeir taka þátt í Nordplus verkefni sem nefnist DRIL – Digital Routs for Intelligent Learning. Það passar því vel við hvernig námi og kennslu er háttað í MTR.
Verkefnið er í samstarfi við tvo Rússneskumælandi skóla í Eistlandi og Lettlandi.
Strákarnir náðu að komast út áður en óveðrið brast á og eru í góðu yfirlæti i sól og blíðu í Tallin.
Forsíðumynd: Unnið með nemendum frá Eistlandi og Lettlandi. Ljósm. SMH