Tryggvi Hrólfsson kennari í ensku og sögu við Menntaskólann á Tröllaskaga var klæddur í sérstaka búninga og málaður í gær. Það gerðu nemendur og var athöfnin verðlaun fyrir virkni á önninni. Önnur uppáfærslan verður hluti af lokaverkefni þriggja nemenda í sögu á sýningu á verkum nemenda á laugardag. Viðfangsefnið er tíska og förðun kvenna á tuttugustu öld. Fyrirmyndin að hinu gervinu er sótt til leikritsins Ávaxtakörfunnar.

Verðlaunin sem að framan er lýst eru umbun nemenda og hvíla á aðferð leikjavæðingar í kennslu og námi. Leikjavæðing gengur út á að nota aðferðir úr leikjum til að auka virkni nemenda.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hrólfur er dressaður upp, Rögnvaldur Rúnarsson nemandi við Menntaskólann á Tröllaskaga náði einn því marki að safna yfir 5000 stigum í Menntaleikunum sem fram fóru í ensku á síðustu vorönn. Þar með fékk hann vald yfir klæðaburði enskukennara síns, Tryggva Hrólfssonar og nýtti það tækifæri í dag út í ystu æsar. Sjá frétt

 

Tryggvi Hrólfsson

 

Myndir: MTR