Í dag, miðvikudaginn 27. apríl kl. 16:30 – 18:30, verður opið hús hjá Nesi listamiðstöð á Skagaströnd – allir eru velkomnir.

Þennan mánuð er fjölbreyttur hópur listamanna í Nesi. Þeir kynna allskonar list, líka tónlist og talað mál.
Allir eru velkomnir og gefst gestum tækifæri til að spjalla við listamennina og kynnast áhugamálum þeirra.