Íbúakosning lýðræðisverkefnisins Fegrum Fjallabyggð fór fram dagana 13. – 26. mars. Alls tóku 356 manns þátt í kosningunni eða 21,5% íbúa 15 ára og eldri. Fimm verkefni hlutu kosningu og raðast á þær 20 milljónir sem úthlutað var til verkefnisins. Mörg áhugaverð verkefni sem ekki hlutu kosningu munu samt sem áður fá verðskuldaða umfjöllun í stjórnkerfi bæjarins.
Þau verkefni sem hlutu kosningu og verða framkvæmd á árunum 2023 og 2024 eru eftirfarandi:
Fegrum Fjallabyggð 2023-2024
Nafn | Atkvæði | Kostnaður |
Bæta leiksvæðin við Fossveg og Laugarveg – Siglufirði | 111 | 5 millj. |
Aparóla neðst í Gullatúninu hjá tjaldsvæðinu – Ólafsfirði | 103 | 3,5 millj. |
Lítil bátabryggja og aðgengi að Langeyrartjörn – Siglufirði | 101 | 5 millj. |
Minigolfvöllur við tjaldsvæðið – Ólafsfirði | 97 | 5 millj. |
Flokkunarstöð fyrir ferðafólk – Ólafsfirði | 22 | 1 millj. |
Samtals: | 434 | 19,5 millj. |
Nánari upplýsingar um niðurstöður kosninga og hvernig talningu atkvæða er háttað er að finna hér.