Samkvæmt niðurstöðum Samgöngustofu og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar árið 2025 eru börn í leikskólum Fjallabyggðar almennt vel búin í bílum og til fyrirmyndar

Ólafsfjörður – Leikhólar:
Allir leikskólabörn á Leikhólum í Ólafsfirði voru rétt búin í bíl árið 2025, eða 100%, samanborið við 97,1% að meðaltali á landsvísu. Þetta er aukning frá árinu 2023 þegar hlutfallið var 91,7%.
Einnig kemur fram að allir ökumenn sem ekið var með börnin á Leikhólum hafi verið með bílbelti, samanborið við 97,3% á landsvísu.

Siglufjörður – Leikskálar:
Á Leikskálum á Siglufirði voru 94,6% barna rétt búin í bíl árið 2025, samanborið við 98% árið 2023 og 97,1% á landsvísu.
Beltanotkun ökumanna var hins vegar minni en landsmeðaltal, eða 83,8% samanborið við 97,3% að meðaltali í landinu.